Björgólfur Thor Stóð á tímabili nærri persónulegu gjaldþroti.
Björgólfur Thor Stóð á tímabili nærri persónulegu gjaldþroti. — Morgunblaðið/Ásdís
Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Allur arður af eignum Björgólfs Thors mun renna til kröfuhafa hans þar til skuldir hans hafa verið gerðar upp að fullu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félag Björgólfs, Novator, sendi til fjölmiðla í gær.

Þórður Gunnarsson

thg@mbl.is

Allur arður af eignum Björgólfs Thors mun renna til kröfuhafa hans þar til skuldir hans hafa verið gerðar upp að fullu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félag Björgólfs, Novator, sendi til fjölmiðla í gær. Afráði Björgólfur að selja eignir sínar mun allur söluhagnaður að sama skapi renna til kröfuhafa. Samkvæmt tilkynningunni ætlar Björgólfur að greiða skuldir sínar að fullu með engum eftirgjöfum. Samhliða skuldauppgjöri Björgólfs sjálfs lýkur fjárhagslegri endurskipulagningu samheitalyfjaframleiðandans Actavis. Hluti Actavis mun færast til kröfuhafa fyrirtækisins, en samkvæmt þeim upplýsingum sem fengust frá Novator í gær verður Björgólfur Thor áfram meirihlutaeigandi að félaginu. Björgólfur gaf ekki kost á viðtali í gærkvöldi. Í tilkynningunni er þó haft eftir honum að hann hafi á tímabili staðið nærri persónulegu gjaldþroti. Hann hyggist þó á næstu árum vinna í þágu kröfuhafa til að gera upp við þá að fullu. Viðskipti