* Hljómsveitirnar Sing for Me Sandra , Cosmic Call og Of Monsters and Men slá upp í fría tónlistarveislu á Faktorý í kvöld. Sing for Me Sandra hefur nýlokið upptökum á sinni fyrstu breiðskífu sem kemur út í ágúst.

* Hljómsveitirnar Sing for Me Sandra , Cosmic Call og Of Monsters and Men slá upp í fría tónlistarveislu á Faktorý í kvöld. Sing for Me Sandra hefur nýlokið upptökum á sinni fyrstu breiðskífu sem kemur út í ágúst. Cosmic Call kemur frá boltabænum Akranesi, en þeir sendu frá sér EP-plötu á síðasta ári sem innihélt m.a. lagið „Owls.“

Of Monsters and Men sigruðu á Músík-tilraunum í ár og hefur sveitin verið dugleg að spila á tónleikum síðan þá. Húsið verður opnað kl. 21.00 og hefjast tónleikarnir stundvíslega kl. 22.00.