Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir í ítarlegu viðtali við ESPN að það sé nauðsynlegt fyrir enska knattspyrnusambandið að taka upp vetrarfrí líkt og tíðkast hjá mörgum þjóðum, eigi enska landsliðið að geta náð betri árangri á stórmótum.
„Enska knattspyrnusambandið þarf að gera landsliði sínu kleift að ná fram sínu besta á HM, og nú þegar leikurinn er orðinn eins og hann er og sjónvarpsstöðvar gera kröfur um fjölda leikja í hverri viku, er tímabært að taka upp vetrarfrí eins og ég hef talað um síðan fyrir 30 árum í Skotlandi. Menn verða að gera sér grein fyrir því að aðrar þjóðir hafa forskot að þessu leyti,“ sagði Ferguson m.a. seth@mbl.is