Eyþór Arnalds
Eyþór Arnalds
„Við erum bara með þetta í ferli hjá Capacent. Það verður ekki tekin nein ákvörðun á næstu dögum.

„Við erum bara með þetta í ferli hjá Capacent. Það verður ekki tekin nein ákvörðun á næstu dögum. Það er búið að fara yfir 44 umsóknir og flokka þetta allt saman,“ segir Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs sveitarfélagsins Árborgar, aðspurður hvað sé að frétta af ráðningu nýs bæjarstjóra en staðan var auglýst fyrr í þessum mánuði.

Eyþór segir ljóst að mikill áhugi sé fyrir starfinu, margir góðir kandídatar hafi sótt um sem séu meðmæli með Árborg og þeirri stefnu sem rekin hafi verið þar. „Við vonumst bara til þess að þetta skýrist um mánaðamótin.“