Heiðar Davíð Bragason
Heiðar Davíð Bragason
„Flatirnar á Kiðjabergsvelli eru mjög harðar og ég á því ekki von á mjög lágu skori.
„Flatirnar á Kiðjabergsvelli eru mjög harðar og ég á því ekki von á mjög lágu skori. Það er nánast vonlaust að slá boltann beint inn á flöt, það þarf oft að láta boltann lenda 20 metrum fyrir framan flötina,“ segir Heiðar Davíð Bragason úr GHD sem varð Íslandsmeistari árið 2005 í Leirunni. Heiðar telur að GSÍ hefði mátt bíða í 3-4 ár með þá ákvörðun að setja mótið á Kiðjabergsvöll. „Völlurinn er mjög fjölbreyttur og skemmtilegur. Flatirnar eru að mínu mati ekki nógu góðar og þær þurfa tíma til þess að verða betri,“ sagði Heiðar en hann hefur nánast lagt keppnisgolfið á hilluna og kennir ungmennum golf á Dalvík.