Tónlistarmaður Rice hefur spilað á hátíðinni.
Tónlistarmaður Rice hefur spilað á hátíðinni.
Tónlistarhátíðin Bræðslan fer fram á Borgarfirði eystra næstkomandi laugardag, en þar koma fram hljómsveitirnar Dikta, 200.000 naglbítar, enska sveitin Fanfarlo auk systkinanna KK og Ellenar.

Tónlistarhátíðin Bræðslan fer fram á Borgarfirði eystra næstkomandi laugardag, en þar koma fram hljómsveitirnar Dikta, 200.000 naglbítar, enska sveitin Fanfarlo auk systkinanna KK og Ellenar. Tónleikarnir á laugardagskvöldinu verða haldnir í gamallri síldarbræðslu og verður útvarpað beint á Rás 2 kl. 20.

Í ár hlotnaðist hátíðinni sá heiður að fá Eyrarrósina, en það er sérstök viðurkenning sem veitt er fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Í tilefni þess hafa aðstandendur ákveðið að bjóða öllum íbúum Borgarfjarðar eystra frítt á tónleikana þetta árið.

Þá hafa verið skipulagðir tónleikar á fimmtu- og föstudeginum í tengslum við Bræðsluna, en þeir fara fram í Álfakaffi og Fjarðarborg. Fjöl-

breyttur hópur listamanna stígur þar á svið og má þar nefna Egil Ólafsson og félaga, Jónas Sigurðsson, Magna og hljómsveitina Vax.

Borgarfjörður eystri býður gestum hátíðarinnar upp á alla helstu þjónustu á borð við tjaldstæði, veitingastaði, verslun og ýmsa afþreyingu.

Bræðslan, sem nú er haldin í sjötta sinn, hefur vakið mikla athygli í gegnum árin en fjöldi frægra tónlistarmanna hefur komið þar fram, s.s. Damien Rice, Emiliana Torrini, Belle & Sebastian og Lay Low.

hugrun@mbl.is

Frekari upplýsingar um hátíðina og það sem henni fylgir má finna á www.borgarfjordureystri.is