Mikilvægt Þróttur þokaði sér aðeins fjær fallbaráttunni með 3:2 sigri gegn HK á Laugardalsvelli í gær.
Mikilvægt Þróttur þokaði sér aðeins fjær fallbaráttunni með 3:2 sigri gegn HK á Laugardalsvelli í gær. — Morgunblaðið/Jakob Fannar
Hjörvar Hermannsson stal senunni í leik Þróttar og HK í 1. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Liðin áttust við á Valbjarnarvelli og höfðu Þróttarar betur í fimm marka leik, 3:2.

Hjörvar Hermannsson stal senunni í leik Þróttar og HK í 1. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Liðin áttust við á Valbjarnarvelli og höfðu Þróttarar betur í fimm marka leik, 3:2. Hjörvar skoraði tvö og lagði upp eitt hjá Þrótti en hann hefur ekki látið mikið að sér kveða í sumar og voru þetta hans fyrstu mörk fyrir Þrótt í sjö deildaleikjum. Hjörvar er uppalinn Bliki en var skæður í framlínunni hjá Reyni Sandgerði á síðustu leiktíð.

HK byrjaði leikinn frábærlega og komst yfir strax á 6. mínútu með marki Birgis Magnússonar eftir undirbúning Jónasar Grana Garðarssonar. Hjörvari hefur sennilega ekki liðið vel yfir því að vera undir gegn HK og var fljótur til svars. Jafnaði hann leikinn á 9. mínútu og lagði upp mark fyrir annan gamlan Blika, Hörð Bjarnason á 13. mínútu. Þróttarar létu kné fylgja kviði og Hjörvar kórónaði stórleik sinn í fyrri hálfleik með því að skora þriðja markið á 27. mínútu. Leikmenn HK gáfust ekki upp og Aaron Palomares skoraði með skoti af 25 metra færi á 90. mínútu. Þeir gerðu heiðarlega tilraun til að jafna en tókst ekki. kris@mbl.is