Í gær opnuðu tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson og kona hans Ásta Kristrún menningarhúsið NemaForum í gömlu Slippbúðinni við Reykjavíkurhöfn. Menningarhúsinu er ætlað að vera vettvangur fyrir menningarviðburði af öllu tagi, s.s.
Í gær opnuðu tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson og kona hans Ásta Kristrún menningarhúsið NemaForum í gömlu Slippbúðinni við Reykjavíkurhöfn. Menningarhúsinu er ætlað að vera vettvangur fyrir menningarviðburði af öllu tagi, s.s. tónleika, leiksýningar og tískusýningar. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í kvöld kl. 20.30, en þá spilar Valgeir sjálfur valin lög fyrir gesti.