Knattspyrnumaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson lék síðustu 20 mínúturnar með aðalliði Liverpool í æfingaleik gegn svissneska liðinu Grasshopper í gærkvöldi. Guðlaugur er aðeins annar Íslendingurinn sem spilar með aðalliði þessa fornfræga...
Knattspyrnumaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson lék síðustu 20 mínúturnar með aðalliði Liverpool í æfingaleik gegn svissneska liðinu Grasshopper í gærkvöldi. Guðlaugur er aðeins annar Íslendingurinn sem spilar með aðalliði þessa fornfræga knattspyrnufélags. Sá fyrsti var Haukur Ingi Guðnason sem einnig komst í leikmannahóp liðsins í deildaleikjum fyrir rúmum áratug. Liverpool er í æfingaferð í Sviss og vonast Guðlaugur eftir því að næla sér í nýjan samning áður en leiktíðin hefst í ágúst. kris@mbl.is