Lyngdalsheiðarvegur verður opnaður í september samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.
Framkvæmdum við þann hluta Suðurstrandarvegar sem nær frá Selvogi í Herdísarvík mun einnig ljúka í september. Þar með lýkur vinnu við tvo þriðju vegarins sem verður alls rúmir 50 kílómetrar.
Útboð á síðasta hluta Suðurstrandarvegar, 14 kílómetra kafla frá Krýsuvík að Ísólfsskála, fer fram í haust, en vegurinn verður ekki opnaður fyrr en 2012.
Fjárveitingar duga til að ráðast í framkvæmdir á lokakaflanum á næsta ári og þarnæsta samkvæmt samgönguáætlun.