Þórshöfn Maðurinn var handtekinn í Færeyjum með 316 grömm af hassi.
Þórshöfn Maðurinn var handtekinn í Færeyjum með 316 grömm af hassi. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Íslenskur karlmaður var handtekinn sl. miðvikudagskvöld fyrir að smygla hassi til Færeyja. Maðurinn, sem er 26 ára gamall, var handtekinn á flugvellinum í Vágur við komuna til eyjanna vegna gruns um að vera með fíkniefni innvortis.

Íslenskur karlmaður var handtekinn sl. miðvikudagskvöld fyrir að smygla hassi til Færeyja. Maðurinn, sem er 26 ára gamall, var handtekinn á flugvellinum í Vágur við komuna til eyjanna vegna gruns um að vera með fíkniefni innvortis. Hann var í kjölfarið fluttur á Landssjúkrahúsið í Þórshöfn þar sem efnin fundust við leit.

Í gæsluvarðhaldi

Játning liggur fyrir af hálfu mannsins um fíkniefnasmygl og að efnin hafi ekki öll verið ætluð til einkanota. Samtals fundust í honum 316 grömm af hassi í 101 pakkningu. Maðurinn hafði klippt fingurna framan af gúmmíhönskum og fyllt þá af hassi og lokað fyrir. Hann gleypti nokkrar af pakkningunum en stakk afganginum af þeim upp í endaþarminn á sér að því er fram kemur í frétt færeyska ríkisútvarpsins.

Manninum var haldið á sjúkrahúsinu fram á laugardag þegar hann hafði skilað öllum pakkningunum af sér. Þá var hann fluttur í gæsluvarðhald og mun sitja í því fram til 26. júlí. Hann hefur verið ákærður fyrir að hafa ætlað að selja hassið í Færeyjum. hjorturjg@mbl.is