Stefán H. Skúlason fæddist á fæðingardeild Landspítala 25. október 1986. Hann lést á Landspítalanum, Fossvogi, að morgni 12. júlí 2010.

Útför Stefáns var gerð frá Víðistaðakirkju 19. júlí 2010.

Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta.

Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið.

En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins.

Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.

(Kahlil Gibran)

Minningin lifir um yndislegan dreng.

Elsku Kata, Páll, Guðný Kristín, Katrín Pála og aðrir aðstandendur,

okkar dýpstu samúðarkveðjur.

Guðný og Óskar.