Sýkn saka Britney Spears mun ekki hafa beitt börn sín harðræði.
Sýkn saka Britney Spears mun ekki hafa beitt börn sín harðræði.
Britney Spears getur andað léttar eftir að öllum ásökunum á hendur henni hefur verið rutt út af borðinu en fyrrverandi lífvörður söngkonunnar, Fernando Flores, hafði haldið því fram að hún hefði hýtt börnin sín með belti hans, gefið þeim mat að borða...

Britney Spears getur andað léttar eftir að öllum ásökunum á hendur henni hefur verið rutt út af borðinu en fyrrverandi lífvörður söngkonunnar, Fernando Flores, hafði haldið því fram að hún hefði hýtt börnin sín með belti hans, gefið þeim mat að borða sem þau voru með ofnæmi fyrir og gengið nakin fyrir framan hann til þess að ögra honum en slíkt gæti talist til kynferðislegrar áreitni.

Félagsmálayfirvöld í Los Angeles rannsökuðu málið og sendu fulltrúa sína til þess að kanna aðstæður fjölskyldunnar og hvort nokkuð væri hæft í ásökununum. Niðurstaða þeirra var eftirfarandi: „Enginn grundvöllur er fyrir ásökununum á hendur Britney Spears,“ en vinir fjölskyldunnar herma að umræddur Fernando Flores hafi verið mjög ósáttur eftir að Britney Spears rak hann og að hann hafi ætlað sér að ná sér niðri á Britney og fjölskyldunni. Maðurinn sé tækifærissinni.