Bandaríski fasteignajöfurinn Donald Trump hefur lagt fram kæru á hendur yfirvöldum í Flórída, en þau hafa ætlað sér að stækka flugvöll nálægt heimili hans þar.
Bandaríski fasteignajöfurinn Donald Trump hefur lagt fram kæru á hendur yfirvöldum í Flórída, en þau hafa ætlað sér að stækka flugvöll nálægt heimili hans þar. Maðurinn sem varð heimsfrægur í raunveruleikaþáttunum
The Celebrity Apprentice
hefur sakað yfirvöld um að hafa ekki metið hávaðann almennilega og þá mengun sem ætti eftir að stafa af þotuhreyflunum og myndi fylgja stækkun flugvallarins. Það er flugvöllurinn Palm Beach International Airport sem er nálægt stórbýli hans í Mar-a-Lago en við kæruna hefur stækkunaráformunum verið slegið á frest en síðast þegar Trump kærði yfirvöld árið 1995 vann hann svipað mál.