— Reuters
Sumarið hefur verið eitt það hlýjasta í Evrópuhluta Rússlands síðan mælingar hófust. Þessi Moskvubúi er alsæll með hitabylgjuna enda breytist gosbrunnur í svalandi laug undir bláum himni.

Sumarið hefur verið eitt það hlýjasta í Evrópuhluta Rússlands síðan mælingar hófust. Þessi Moskvubúi er alsæll með hitabylgjuna enda breytist gosbrunnur í svalandi laug undir bláum himni. Sú skuggahlið er á hitunum að fjöldi Rússa hefur látist af völdum svækjunnar auk eyðileggingar á uppskeru. Hitinn hefur verið um og yfir 30 gráður á Celsíus í Moskvu og er því spáð að hann fari í 35° á laugardag. baldura@mbl.is