Hagnaður Nordea, stærsta banka Norðurlandanna, nam 537 milljónum evra, jafnvirði 85 milljarða króna, á öðrum ársfjórðungi og dróst saman um 13% miðað við sama tímabil í fyrra. Segir bankinn að rekja megi þetta til umbrota á fjármálamarkaði.
Hagnaður Nordea, stærsta banka Norðurlandanna, nam 537 milljónum evra, jafnvirði 85 milljarða króna, á öðrum ársfjórðungi og dróst saman um 13% miðað við sama tímabil í fyrra. Segir bankinn að rekja megi þetta til umbrota á fjármálamarkaði. Efnahagsástandið í Eystrasaltslöndunum hefur meðal annars komið niður á rekstri Nordea en niðursveiflan þar hefur verið dýpri en annars staðar í Evrópu. Hreinar vaxtatekjur námu 1,25 milljörðum evra en voru 1,3 milljarðar evra á sama tíma í fyrra. Lán að fjárhæð 245 milljónir evra voru afskrifuð en sú tala var 425 milljónir evra í fyrra.