— Morgunblaðið/Eggert
Mikið líf er í Laugardalnum þessa dagana en alþjóðlega knattspyrnumótið Rey Cup var sett þar í gærkvöldi og mun standa yfir fram á sunnudag. Á annað þúsund ungmenna taka þátt í mótinu sem er einn stærsti íþróttaviðburðurinn hér á landi.
Mikið líf er í Laugardalnum þessa dagana en alþjóðlega knattspyrnumótið Rey Cup var sett þar í gærkvöldi og mun standa yfir fram á sunnudag. Á annað þúsund ungmenna taka þátt í mótinu sem er einn stærsti íþróttaviðburðurinn hér á landi. Knattspyrna er ekki það eina sem er á dagskránni hjá krökkunum en í kvöld verður sundlaugarpartí í Laugardalslaug og svo verður grillveisla, stórdansleikur o.fl. um helgina.