Sími Farsíminn iPhone hefur notið mikilla vinsælda.
Sími Farsíminn iPhone hefur notið mikilla vinsælda. — Reuters
Tómas Kristjánsson hefur frá árinu 2008 selt íhluti í iPhone-síma á netinu á vefslóðinni isíminn.is, en hefur nú opnað verslun við Stórhöfða 33.

Tómas Kristjánsson hefur frá árinu 2008 selt íhluti í iPhone-síma á netinu á vefslóðinni isíminn.is, en hefur nú opnað verslun við Stórhöfða 33.

„Þetta byrjaði hjá mér árið 2007 þegar ég var að aflæsa iPhone-símum fyrir fólk hér, en þá var ekki hægt að fá svona síma nema í Bandaríkjunum og þeir voru bundnir við ákveðið símafyrirtæki. Fljótlega eftir það, í ársbyrjun 2008, tók ég að mér viðgerðir á iPhone-símum fyrir viðskiptavini mína og um sama leyti fór ég að flytja inn og selja íhluti fyrir símana. Mér þótti verðið, sem fólki bauðst hér á landi, allt of hátt og taldi mig geta gert betur.“

Tómas flytur hulstur utan um símana og aðra íhluti inn frá Kína. „Apple fær sína hluti frá Kína, en mér fannst óþarfi að allur ágóðinn yrði eftir í Bandaríkjunum. Þess vegna get ég boðið mínum viðskiptavinum mun betri kjör en þeir fá hjá Apple.“

Tómas selur einnig iPhone-síma og iPad-handtölvur í versluninni, en tækin fær hann frá Apple í Bandaríkjunum. bjarni@mbl.is