LeBron James ákvað á dögunum að leika með liði Miami Heat á næsta tímabili í NBA-deildinni. Stuðningsmenn Knicks höfðu vonast til að hann flytti sig til New York-borgar.
LeBron James ákvað á dögunum að leika með liði Miami Heat á næsta tímabili í NBA-deildinni. Stuðningsmenn Knicks höfðu vonast til að hann flytti sig til New York-borgar. Þeir sem þekkja til skattamála vestanhafs töldu það útilokað enda fylgi því mun meira skattalegt hagræði að búa í Flórída. Á tímum fjármálakreppu, skattabreytinga og efnahagslægðar reynir á hinn hagsýna íþróttamann. Margt bendir til þess að hann sé líka farinn að haga seglum eftir vindi. Sérfræðingar í fjármálum telja að það muni meðal annars leiða til þess að knattspyrnukappar muni í auknum mæli kjósa að leika í spænsku deildinni fremur en þeirri ensku, enda er skattaumhverfið þar enn sem komið er hagfelldara. 6-7