— Morgunblaðið/Eggert
Edda Sigríður Sigfinnsdóttir og Freyja Mist Ólafsdóttir nýttu sér sólarhringsopnun Laugardalslaugarinnar í gær en lauginni verður ekki lokað aftur fyrr en á mánudagskvöld.
Edda Sigríður Sigfinnsdóttir og Freyja Mist Ólafsdóttir nýttu sér sólarhringsopnun Laugardalslaugarinnar í gær en lauginni verður ekki lokað aftur fyrr en á mánudagskvöld. Að sögn rekstrarstjórans, Bjarna Kjartanssonar, er erfitt að meta hve margir munu nýta sér næturopnunina. „Við verðum bara að sjá hvað gerist. Það er fallegt hér á nóttunni og í Laugardalnum öllum og ég býst við að þetta verði vel nýtt.“