22. júlí 1929 Landakotskirkja í Reykjavík var vígð með mikilli viðhöfn, en það gerði Vilhjálmur van Rossum kardínáli og sérlegur sendimaður Píusar páfa. Kardínálinn og fylgdarlið hans gekk tvívegis kringum kirkjuna rangsælis og einu sinni sólarsinnis.

22. júlí 1929

Landakotskirkja í Reykjavík var vígð með mikilli viðhöfn, en það gerði Vilhjálmur van Rossum kardínáli og sérlegur sendimaður Píusar páfa. Kardínálinn og fylgdarlið hans gekk tvívegis kringum kirkjuna rangsælis og einu sinni sólarsinnis. Þá voru 55 manns í söfnuðinum, nú eru þeir á tíunda þúsund.

22. júlí 1939

Norrænt hjúkrunarkvennamót hófst í Reykjavík. Erlendu hjúkrunarkonurnar voru um 470 og komu með skemmtiferðaskipinu Stavangerfjord og gistu í því. Íslensku konurnar voru rúmlega eitt hundrað. Morgunblaðið sagði þetta vera fyrsta norræna mótið sem skipulagður félagsskapur efndi til hér á landi.

Kona fæddi barn í vatnsnuddpotti í heimahúsi í Reykjavík.

22. júlí 2009

Fullyrt var að þrettán ára stúlka hefði ekið að nóttu til frá Húsafelli til Keflavíkur, alls um 170 kílómetra. „Hún á vanda til að ganga í svefni,“ sagði Mbl.is.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.