Frá Oxford-stræti í Lundúnum.
Frá Oxford-stræti í Lundúnum.
Donald McCarthy, stjórnarformaður House of Fraser og viðskiptafélagi Baugs Group til margra ára, hefur sagt sig úr stjórn JMS Partners. JMS Partners er í eigu McCarthy, Gunnars Sigurðssonar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.
Donald McCarthy, stjórnarformaður House of Fraser og viðskiptafélagi Baugs Group til margra ára, hefur sagt sig úr stjórn JMS Partners. JMS Partners er í eigu McCarthy, Gunnars Sigurðssonar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Tilkynning um afsögn McCarthy barst fyrirtækjaskrá Bretlands í gær. McCarthy sagði sig hins vegar úr stjórninni 15. júní síðastliðinn. Heimilisfang JMS Partners er skráð að Oxford-stræti, einni helstu verslanagötu Lundúna.