Dagana 25. júlí – 2. ágúst 2010 verða ýmsir dagskrárliðir tengdir náttúrunni í boði á Reykjanesskaga, s.s. gönguferðir, fjöruferðir, fræðsla, sýningar ofl.

Dagana 25. júlí – 2. ágúst 2010 verða ýmsir dagskrárliðir tengdir náttúrunni í boði á Reykjanesskaga, s.s. gönguferðir, fjöruferðir, fræðsla, sýningar ofl.

Náttúruvikan er samstarfsverkefni menningarfulltrúa Grindavíkur, Garðs, Sandgerðis, Voga, Reykjanesbæjar og sjf menningarmiðlunar.

Náttúruvikan er hugsuð fyrir alla fjölskylduna og jafnframt til að minna á hvað náttúran hefur upp á margt að bjóða. Náttúruvikan er styrkt af Menningarráði Suðurnesja og er heimasíða á vefslóðinni natturuvika.is.