Ár hvert falla þúsundir manna í átökum eiturlyfjahringa í Mexíkó, eins og kortið hér ber með sér. Fjallað er um baráttuna gegn fíkniefnum í nýrri skýrslu stofnunar sem fer með endurskoðun opinberra fjármála í Bandaríkjunum (GAO).

Ár hvert falla þúsundir manna í átökum eiturlyfjahringa í Mexíkó, eins og kortið hér ber með sér.

Fjallað er um baráttuna gegn fíkniefnum í nýrri skýrslu stofnunar sem fer með endurskoðun opinberra fjármála í Bandaríkjunum (GAO).

Greint er frá skýrslunni á vef New York Times en þar segir að skýrsluhöfundar komist að þeirri niðurstöðu að skriffinnska og óskýr markmiðssetning hafi valdið því að baráttan gegn eiturlyfjahringjum í Suður- og Mið-Ameríku hafi ekki verið árangursríkari en raun ber vitni.

Þá greinir blaðið frá ólíkum sjónarmiðum um baráttuna þar sem annars vegar er litið svo á að mikið magn eiturlyfja, vopna og reiðufjár sem gert er upptækt ár hvert bendi til að hún sé að skila góðum árangri.

Á hinum vængnum benda gagnrýnendur á að há morðtíðni í Mexíkó sé vitnisburður um að eiturlyfjasmyglarar séu þrátt fyrir allt umsvifamiklir. Til marks um glæpatíðnina í Mexíkó hafi 26.000 manns fallið í árásum sem raktar eru til eiturlyfja frá 2006. baldura@mbl.is