Tæplega 71% svarenda í könnun fyrirtækisins MMR telur að ríkisstjórn Íslands leggi meiri áherslu á afkomu banka en á afkomu heimilanna í landinu.
Minna en þriðjungur telur þó að stjórnarandstaðan myndi stjórna landinu betur en ríkisstjórnin.
Tæplega 16% segjast vera sammála þeirri fullyrðingu að Alþingi standi vörð um hagsmuni almennings en 64% sögðust vera frekar eða mjög ósammála. Aðrir tóku ekki afstöðu.
Í sömu könnun var spurt um afstöðu til tilmæla FME og Seðlabanka um vexti gengislána en tæp 20% svarenda telja þau sanngjörn en 61% ósanngjörn.
Könnun MMR fór fram 7.-12. júlí.