Björgvin Þorsteinsson
Björgvin Þorsteinsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Björgvin Þorsteinsson og Úlfar Jónsson hafa oftast fagnað sigri á Íslandsmótinu í höggleik eða sex sinnum alls. Björgvin er á meðal keppenda á mótinu í ár en Úlfar ekki.

Björgvin Þorsteinsson og Úlfar Jónsson hafa oftast fagnað sigri á Íslandsmótinu í höggleik eða sex sinnum alls. Björgvin er á meðal keppenda á mótinu í ár en Úlfar ekki.

Magnús Guðmundsson kemur næstur í röðinni en hann fagnaði sínum fimmta titli árið 1966.

Björgvin Sigurbergsson hefur fjórum sinnum unnið þetta mót, síðast árið 2007 en hann verður ekki á meðal keppenda í ár. Tveir kylfingar sem taka þátt í ár geta með sigri jafnað við árangur Björgvins, Birgir Leifur Hafþórsson og Sigurpáll Geir Sveinsson.

Íslandsmótið í höggleik fór fram í fyrsta sinn í karlaflokki árið 1942. Gísli Ólafsson, læknir í Reykjavík, hampaði þessum titli fyrstur allra, en Gísli varði titilinn tvö næstu ár. Hann er einn af sex kylfingum sem hafa landað titlinum þrívegis á ferlinum

Flestir

Íslandsmeistaratitlar:

6 Björgvin Þorsteinsson

(1971, 73, 74, 75, 76, 77)

6 Úlfar Jónsson

(1986, 87, 89, 90, 91, 92)

5 Magnús Guðmundsson

(1958, 63, 64, 65, 66)

4 Björgvin Sigurbergsson

(1995, 99, 2000, 07)

3 Gísli Ólafsson

(1942, 43, 44)

Þorvaldur Ásgeirsson

(1945, 1950, 1951)

3 Þorbjörn Kærbo

(1968, 1969, 1970)

3 Hannes Eyvindsson

(1978, 1979, 1980)

3 Sigurður

Pétursson

(1982, 1984, 1985)

3 Sigurpáll G. Sveinsson

(1994, 1998, 2002)

3 Birgir Leifur

Hafþórsson

(1996, 2003, 2004)