Slys Ætli einn farþeganna hafi gleymt að slökkva á símanum sínum?
Slys Ætli einn farþeganna hafi gleymt að slökkva á símanum sínum?
Á sannleikurinn.com er að finna skáldaðar fréttir sem eru í senn skemmtilegar, hárbeittar og stútfullar af gríni og kaldhæðni. Síðan minnir um margt á síðu Baggalúts og virðist ekki eitt satt orð vera að finna á síðunni, t.d.

Á sannleikurinn.com er að finna skáldaðar fréttir sem eru í senn skemmtilegar, hárbeittar og stútfullar af gríni og kaldhæðni. Síðan minnir um margt á síðu Baggalúts og virðist ekki eitt satt orð vera að finna á síðunni, t.d. segir að ritstjórar hennar séu Davíð Oddsson og Jón Ásgeir Jóhannesson sem er heldur ósennilegt þótt engu verði slegið föstu um það.

Meðal þess sem er að finna á síðunni, utan fréttanna, er skoðanakönnun og í þeirri nýjustu er spurt hvort leyfa eigi leiðinlegt fólk í fjölbýlishúsum. Svo eru liðir á borð við raddir fólksins, áhugaverðir þræðir af spjallborðinu auk ritstjórnargreina.

Greinarnar vekja iðulega hlátur eða í versta falli bros. Sem dæmi um nýlegar fréttir má nefna grein um að hrap farþegaþotu megi rekja til þess að einn farþeganna gleymdi að slökkva á farsíma sínum og að of bjart væri í Héraðsdómi Reykjavíkur, raunar svo bjart að fólk neyddist til að hylja andlit sín eða setja upp hettur.

Margt annað skemmtilegt efni er að finna á síðunni sem óþarfi er að tíunda og eru lesendur hvattir til að kanna málið betur sjálfir.