Orri Hauksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Orri er 39 ára vélaverkfræðingur frá Háskóla Íslands og MBA frá Harvard Business School.
Orri Hauksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Orri er 39 ára vélaverkfræðingur frá Háskóla Íslands og MBA frá Harvard Business School.
Orri hefur gegnt ýmsum stjórnunarstöðum og hefur undanfarin ár sinnt fjárfestingum og setið í stjórnum nokkurra fyrirtækja fyrir hönd Novators, aðallega á sviði fjarskipta og hreinna orkugjafa í Bandaríkjunum og á Norðurlöndum. Hann var áður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Símans.