Dagana 23.-30. júlí standa félagar úr Fornbílaklúbbi Íslands fyrir stórferð um Vestfirði. Lagt verður af stað frá Reykjavík og stefnan tekin á Hólmavík þar sem gist verður.
Dagana 23.-30. júlí standa félagar úr Fornbílaklúbbi Íslands fyrir stórferð um Vestfirði. Lagt verður af stað frá Reykjavík og stefnan tekin á Hólmavík þar sem gist verður. Daginn eftir verður keyrt um Strandir og komið við í Djúpuvík og endað í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. Næsta dag verður ekið norður Djúpið og endað í Bolungarvík með viðkomu á Súðavík og Ísafirði. Þá verður ekið vestur á Þingeyri með viðkomu á Suðureyri og Flateyri. Næsta dag verður ekið til Patreksfjarðar með viðkomu á Bíldudal og Tálknafirði. Næsta dag verður ekið að Flókalundi. Síðasta daginn verður ekið um Barðaströnd að Bjarkalundi og Reykhólum.