Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á hreppsnefndarfundi í fyrradag að ganga frá ráðningarsamningi við Gunnstein R. Ómarsson sem sveitarstjóra frá og með 1. september nk. Alls sóttu 36 um starfið.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á hreppsnefndarfundi í fyrradag að ganga frá ráðningarsamningi við Gunnstein R. Ómarsson sem sveitarstjóra frá og með 1. september nk.

Alls sóttu 36 um starfið. Unnið var að ráðningunni undir stjórn Á-lista meirihluta hreppsnefndar með aðstoð utanaðkomandi fagaðila í samvinnu með D-lista minnihluta hreppsnefndar. Á -listinn hefur hefur lagt áherslu á samvinnu við minnihlutann í störfum sínum og var ráðningin samþykkt einróma, segir í tilkynningu.