Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn funduðu í Reykjavík, á Akureyri og í Reykjanesbæ í gærkvöldi til að ræða stöðuna eftir að slitnaði upp úr samningaviðræðum fyrr um daginn.
„Við ræddum framkvæmd verkfallsins á föstudag og fórum yfir þetta í rólegheitum til þess að allir hefðu sama skilning á málinu,“ sagði Sverrir Björn Björnsson, formaður Landssambands slökkviliðsmanna og sjúkraflutningamanna. Hann sagði ljóst að flókin mál gætu komið upp.
„Við erum alltaf klárir í að setjast niður og reyna að leysa þessa deilu. En ekki á sömu forsendum og settar voru fram á fundinum í dag eða fyrir viku. Menn verða að koma fram með eitthvað nýtt.“ 4