F járlagahallinn í ár verður litlu minni. Á sama tíma hefur skuldasöfnun hins opinbera leitt til þess að fjármagnsgjöld eru orðin að ráðandi útgjaldalið í ríkisrekstrinum. Spár gera ráð fyrir að fjármagnskostnaður verði um fimmtungur af öllum útgjöldum í ár. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær þá nam hækkun fjármagnskostnaðar milli ára nærri helmingi af niðurskurði af ríkisútgjöldum. Ljóst er að þessi fjármagnskostnaður mun halda áfram að hækka en að sama skapi bendir fátt til þess að stjórnvöld hyggist skera svo nokkru nemi niður í útgjöldum.
Í slenska ríkið hefur því sömu einkenni og þeir sjúklingar sem liggja á bráðadeild ESB fyrir hagkerfi með ósjálfbæra skuldastöðu. Sjúkdómurinn er hinsvegar lengra á veg kominn hér á landi.
H agvaxtarhorfurnar eru einnig dökkar. Á meðan ríkið sker ekki nægjanlega niður og reiðir sig frekar á skattahækkanir til þess að brúa fjárlagagjána þá fellur leiðréttingin á breyttu jafnvægi hagkerfisins eingöngu á heimili og fyrirtæki.
S á litli hagvöxtur sem mældist á fyrsta fjórðungi ársins var eingöngu tilkominn vegna uppgripa á vetrarvertíð. Ekkert bendir til þess að klakabönd á fjárfestingu einkageirans muni bresta í bráð. Þar með eru engar líkur á því að hagkerfið muni vaxa upp úr of mikilli skuldsetningu og þar með standa undir of miklum ríkisumsvifum.
V andinn mun vaxa og horfurnar versna á meðan ríkið sníður sér ekki stakk eftir vexti og leggur allar byrðar efnahagskreppunnar á heimili og einkageirann.