Sala á nautakjöti í júní sl. jókst verulega miðað við júní í fyrra eða um 7,8%. Í byrjun júní urðu þónokkrar hækkanir á verði fyrir nautgripaafurðir til kúabænda en ekki er að sjá að þær hafi með nokkrum hætti dregið úr sölunni.
Sala á nautakjöti í júní sl. jókst verulega miðað við júní í fyrra eða um 7,8%. Í byrjun júní urðu þónokkrar hækkanir á verði fyrir nautgripaafurðir til kúabænda en ekki er að sjá að þær hafi með nokkrum hætti dregið úr sölunni. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Landssambands kúabænda. Þá var heildarsala á nautakjöti síðustu 12 mánuði 5,7% meiri en í fyrra. Á sama tíma hefur orðið þónokkur samdráttur í sölu á bæði kinda- og svínakjöti.