Hinir árlegu Frönsku dagar á Fáskrúðsfirði hófust í gær. Að venju verður margt á döfinni. Keppt verður í ýmsum greinum, m.a. sjósundi, hjólreiðakeppni í anda Tour de France og boðið upp á paintball, lasertag og Gokart.

Hinir árlegu Frönsku dagar á Fáskrúðsfirði hófust í gær. Að venju verður margt á döfinni. Keppt verður í ýmsum greinum, m.a. sjósundi, hjólreiðakeppni í anda Tour de France og boðið upp á paintball, lasertag og Gokart. Fjölbreytt miðbæjarhátíð verður á laugardeginum og Gamla kaupfélagið verður opið gestum og gangandi og boðið upp á veitingar að frönskum hætti.

Þá stendur Tækniminjasafn Austurlands fyrir Smiðjuhátíð á Seyðisfirði dagana 23.-25. júlí nk. Þar munu valdir handverksmenn leiðbeina gestum um sígilt handverk af ýmsu tagi, m.a. eldsmíði, hnífasmíði og málmsteypu auk þess sem boðið verður upp á bryggjuball á laugardeginum.