Færri tegundir háplantna fundust í leiðangri vísindamanna til Surtseyjar fyrr í þessum mánuði en í rannsóknarleiðangri í fyrra. Þetta var þriðja árið í röð sem háplöntum fækkaði. Þetta kemur fram í frétt Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Alls fundust nú 60 tegundir háplantna á lífi í Surtsey og hafði þeim fækkað um eina frá síðasta ári. Engin ný plöntutegund kom í leitirnar. Frá árinu 1965 hafa fundist 69 tegundir háplantna í eynni en ekki hafa allar náð að nema þar land. 2007 var tímabundnu hámarki náð en þá fundust 65 tegundir á lífi.
Það sem vakti einna mesta athygli var að ætihvönn hefur í fyrsta sinn náð að blómstra í Surtsey,“ segir í frétt Náttúrufræðistofnunar.