Atli Gíslason gagnrýndi lánveitingar Seðlabankans á árinu 2008. Þá hefðu rauð viðvörunarljós blikkað. Samt hefði bankinn lánað 300 milljarða kr. gegn veðum sem ekki hefðu reynst haldbær.
Bjarni Benediktsson benti á að það sem Seðlabankinn hefði verið að gera á þessum tíma hefði verið það sama og seðlabankar hefðu verið að gera úti um allan heim, að bregðast við lausafjárskorti viðskiptabankanna. Ekki mætti heldur gleyma því að með setningu neyðarlaganna hefðu veð Seðlabankans fyrir þessum lánum verið ónýtt.
Atli sagði að þingmannanefndin vildi að gerð yrði stjórnsýsluúttekt á Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu.