Rösklega þrítugur karlmaður, þekktur ofbeldismaður, var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags vegna aðildar að líflátshótunum í garð feðga af kúbverskum uppruna. Öðrum, mun yngri, manni var hins vegar sleppt úr haldi lögreglu.
Rösklega þrítugur karlmaður, þekktur ofbeldismaður, var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags vegna aðildar að líflátshótunum í garð feðga af kúbverskum uppruna. Öðrum, mun yngri, manni var hins vegar sleppt úr haldi lögreglu.
Maðurinn sem í haldi er hefur m.a. komið við sögu lögreglu vegna handrukkana. Ekki fékkst uppgefið hver tengsl hans eru við yngri manninn eða hvers vegna hann er yfirleitt viðriðinn málið. Lögreglan lítur svo á að um sé að ræða ofsóknir vegna kynþáttafordóma og er það byggt á því að feðgarnir eru þeldökkir. 4