Skuggalegur DJ Shadow kann illa við sálarleysi nútímatækni.
Skuggalegur DJ Shadow kann illa við sálarleysi nútímatækni.
Plötusnúðurinn DJ Shadow hefur tekið upp á því að fela plötur með tveimur nýjum lögum í ákveðum plötubúðum í Bretlandi og Bandaríkjunum auk ýmissa verslana hér og þar í Evrópu. „Hugmyndin er búðarfundur og er andstæðan við búðarhnupl.

Plötusnúðurinn DJ Shadow hefur tekið upp á því að fela plötur með tveimur nýjum lögum í ákveðum plötubúðum í Bretlandi og Bandaríkjunum auk ýmissa verslana hér og þar í Evrópu.

„Hugmyndin er búðarfundur og er andstæðan við búðarhnupl. Þú ferð inn í verslun og skilur eftir plötu í hillunni sem einhver uppgötvar seinna. Þetta snýst ekki um að vera sniðugur heldur að koma tónlistinni á framfæri á eins óáberandi hátt og mögulegt er,“ segir plötusnúðurinn sjálfur.

Einnig verður hægt að hala niður lögunum af heimasíðu kappans og af iTunes en nýjasta plata hans á að koma út í maí á næsta ári.

Sjálfur segist hann ekki hrifinn af því að gefa lög á netinu. „Ég vil frekar gefa plötur. Niðurhal á netinu er svo ópersónulegt og sálarlaust,“ segir hann. Nú á tímum sé það eins og að senda pabba sínum tölvupóst á afmælinu hans: án persónuleika og klassa. „Listrænt séð held ég að það sendi neikvæð skilaboð um virði tónlistarinnar,“ segir persónulegi plötusnúðurinn Dj Shadow.