Kevin Durant var á sunnudag kjörinn besti leikmaður heimsmeistaramótsins í körfuknattleik karla. Durant skoraði 28 stig fyrir bandaríska liðið í úrslitaleiknum gegn Tyrkjum en Durant er 22 ára gamall og leikur með Oklahoma í NBA deildinni. Á síðustu leiktíð var hann stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar. Fjórir af fimm leikmönnum úrvalsliðsins leika í NBA deildinni. Luis Scola, stigahæsti leikmaður HM, er miðherji úrvalsliðsins en Argentínumaðurinn leikur með Houston Rockets.
Luis Scola. Linas Kleiza frá Litháen er framherji liðsins líkt og Durant. Kleiza samdi nýverið við Toronto Raptors en hann lék með Olympiakos á Grikkland á síðustu leiktíð eftir að hafa verið í fjögur ár hjá Denver Nuggets.
Bakverðir eru þeir Hedo Turkoglu frá Tyrklandi og Serbinn Milos Teodosic. Turkoglu samdi nýverið við Phoenix Suns en hann hefur leikið með Toronto, Orlando, San Antonio og Sacramento undanfarinn áratug. Teodosic er leikstjórnandi hjá gríska liðinu Olympiakos og var því liðsfélagi Kleiza á síðustu leiktíð.