Svalur Rourke er sagður fæddur í hlutverk leigumorðingjans.
Svalur Rourke er sagður fæddur í hlutverk leigumorðingjans. — Reuters
Harðjaxlinn og leikarinn Mickey Rourke hefur verið fenginn til þess að leika leigumorðinga mafíunnar í nýrri kvikmynd sem gera á eftir bókinni „Ísmaðurinn: játningar leigumorðingja mafíunnar“ eftir Philip Carlo.

Harðjaxlinn og leikarinn Mickey Rourke hefur verið fenginn til þess að leika leigumorðinga mafíunnar í nýrri kvikmynd sem gera á eftir bókinni „Ísmaðurinn: játningar leigumorðingja mafíunnar“ eftir Philip Carlo. Hefur handritshöfundur American History X verið fenginn til að laga bókina að hvíta tjaldinu.

Mun myndin fjalla um sanna sögu Richards „Ísmannsins“ Kuklinskis sem lifði tvöföldu lífi alræmds leigumorðingja og ástríks fjölskylduföður í fjörutíu ár.

Sagt er að sonur Moammars Gadhafis einræðisherra Líbýu fjármagni myndina en framleiðendur myndarinnar segja Rourke sem fæddan til að leika hlutverk Kuklinskis.