Heimili og skóli – landssamtök foreldra, Liðsmenn Jerico, Olweusaráætlunin og Ungmennaráð SAFT ætla að hefja eineltisátak á landsvísu á 11 stöðum á landinu dagana 14. september til 2. nóvember nk.
Heimili og skóli – landssamtök foreldra, Liðsmenn Jerico, Olweusaráætlunin og Ungmennaráð SAFT ætla að hefja eineltisátak á landsvísu á 11 stöðum á landinu dagana 14. september til 2. nóvember nk. Umfjöllunarefni fundanna er einelti og ungt fólk, netið og ábyrgð samfélagsins. Leikhópar unglinga á þessum stöðum munu undir handleiðslu leiklistarkennara eða leiðbeinenda setja upp leiksýninguna „Þú ert það sem þú gerir á netinu,“eftir Elítuna og Rannveigu Þorkelsdóttur. Allir eru velkomnir.