Stjörnuskoðun Allir grunnskólar landsins fá stjörnusjónauka að gjöf.
Stjörnuskoðun Allir grunnskólar landsins fá stjörnusjónauka að gjöf.
Stjarnvísindafélag Íslands, Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og landsnefnd um ár stjörnufræðinnar 2009, hafa með aðstoð góðra aðila ákveðið að færa öllum grunn- og framhaldsskólum á Íslandi stjörnusjónauka að gjöf.
Stjarnvísindafélag Íslands, Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og landsnefnd um ár stjörnufræðinnar 2009, hafa með aðstoð góðra aðila ákveðið að færa öllum grunn- og framhaldsskólum á Íslandi stjörnusjónauka að gjöf. Tilgangurinn er að efla áhuga íslenskra nemenda á raunvísindum og gera þeim kleift að sjá undur alheimsins með eigin augum. Með sjónaukanum fylgir heimildarmynd með íslenskum texta um 400 ára sögu stjörnusjónaukans. Þá hefur nýr stjörnufræðivefur verið tekinn í notkun, www.stjornuskodun.is.