Gerrit Schuil
Gerrit Schuil
Síðastliðinn vetur var boðið upp hádegistónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík og þótti takast vel. Hádegistónleikarnir hefjast að nýju á morgun kl. 12:15 á sama stað og standa í allan vetur.

Síðastliðinn vetur var boðið upp hádegistónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík og þótti takast vel. Hádegistónleikarnir hefjast að nýju á morgun kl. 12:15 á sama stað og standa í allan vetur.

Tónleikaröðin ber sem fyrr heitið Ljáðu okkur eyra , en listrænn stjórnandi og gestgjafi hennar er píanóleikarinn og hljómsveitarstjórinn Gerrit Schuil. Tónleikarnir hefjast ævinlega kl. 12:15 og standa í hálftíma. Í upphafi þeirra býður gestgjafinn fólk velkomið og kynnir verkin sem flutt verða. Aðgangur er ókeypis. Dagskrá hverra tónleika er ekki auglýst fyrir fram né flytjendur.