Þraut Karen var með kvefpest í Dóná. Hér sést hún frísk á sundi í Nauthólsvík.
Þraut Karen var með kvefpest í Dóná. Hér sést hún frísk á sundi í Nauthólsvík. — Morgunblaðið/G.Rúnar
Þríþrautarkonan Karen Axelsdóttir var í 6. sæti í sínum aldursflokki, 35-39 ára, í heimsmeistaramótinu í þríþraut í Búdapest í Ungverjalandi á sunnudag. Hún var í 35. sæti af 378 keppendum í kvennaflokki.

Þríþrautarkonan Karen Axelsdóttir var í 6. sæti í sínum aldursflokki, 35-39 ára, í heimsmeistaramótinu í þríþraut í Búdapest í Ungverjalandi á sunnudag. Hún var í 35. sæti af 378 keppendum í kvennaflokki. Þrátt fyrir hóstapest sem Karen náði sér í tveimur dögum fyrir keppni náði hún sínum besta tíma til þessa.

Karen keppir í flokki áhugamanna en í þessu tilviki þreyttu áhugamenn líka kapp við fjölda atvinnumanna.

Keppendur syntu 1500 metra í Dóná, hjóluðu 40 km og hlupu 10 km.

Um 70 keppendur voru í hennar aldursflokki. „Sú sem varð í þriðja sæti er manneskja sem ég er vön að vinna með þriggja mínútna mun. Þannig að ég veit að ég get gert betur. Þetta er samt minn besti tími. Það er óheppni að veikjast svona rétt fyrir keppnina. Ég var hóstandi í sundinu og leið raunar ekki vel,“sagði hún.