Sumum gæti þótt nóg um allt það 80's hljóðgervlapopp sem hefur komið frá íslenskum tónlistarmönnum að undanförnu, aðrir fagna hverju lagi.

Sumum gæti þótt nóg um allt það 80's hljóðgervlapopp sem hefur komið frá íslenskum tónlistarmönnum að undanförnu, aðrir fagna hverju lagi.

Wish you were hair er önnur plata rafdúettsins Hairdoctor sem er skipaður Árna Rúnari Hlöðverssyni og Jóni Atla Helgasyni. Wish you were hair inniheldur aðeins sjö lög, alveg áheyrileg með skemmtilega hráum hljómi. Hairdoctor tekur sig ekkert of hátíðlega eins og má t.d. heyra í tilbeiðslusöng til Heidi Klum. Mér finnst vera tvö góð lög á þessari skífu, í fyrsta lagi „Dagur eitt“ og það fjórða „Have a merry fire“. Í því síðarnefnda er ekkert hljóðgervladiskó heldur píanóhljómur sem gerir eitthvað ótrúlega flott fyrir lagið og söngurinn hæfir því vel en mér finnst söngurinn í sumum lögunum ekki vera til að bæta þau.

Annars er þetta er bara svona klassískt flippað hljóðgervlapopp, frekar leiðigjarnt en nógu töff til að vera spilað í drasl á Kaffibarnum.

Ingveldur Geirsdóttir

Höf.: Ingveldur Geirsdóttir