Vestan hafs er enn deilt um það hversu nýrri bók Jonathan Franzen, Freedom , var hampað.
Franzen hefur ekki blandað sér í deilurnar en í útvarpsviðtali nýverið á NPR sagði hann að sér sýndist sem ekki væri verið að veitast að honum persónulega:
„Ég hef ekki fylgst náið með umræðunum, en það litla sem ég hef heyrt bendir ekki til þess að þetta snúist um mína persónu. Þetta virðist gagnrýni á annað, þetta er femínísk gagnrýni og hún snýr að því magni umfjöllunar sem bækur kvenna fá samanborið við magn umfjöllunar sem bækur karla fá. Og ég er er í raun sammála þessu og hef verið í mörg ár.“