— Reuters
Börn heilsa að hermannasið á Sigurtorginu í Minsk þar sem þau tóku þátt í afmælishátíð hvítrússneskrar æskulýðshreyfingar sem á rætur að rekja til æskulýðshreyfinga sem stofnaður voru í Sovétríkjunum eftir byltingu bolsévíka árið 1917 og tóku við...
Börn heilsa að hermannasið á Sigurtorginu í Minsk þar sem þau tóku þátt í afmælishátíð hvítrússneskrar æskulýðshreyfingar sem á rætur að rekja til æskulýðshreyfinga sem stofnaður voru í Sovétríkjunum eftir byltingu bolsévíka árið 1917 og tóku við hlutverki skátahreyfingarinnar. Sovésku æskulýðshreyfingarnar voru ætlaðar börnum á aldrinum 10-15 ára og störfuðu í öllum lýðveldum Sovétríkjanna þar til þau leystust upp árið 1991. Hvítrússneska æskulýðshreyfingin hefur haldið velli þrátt fyrir hrun kommúnismans og starfar enn af miklum krafti.