Skráð atvinnuleysi í ágúst var 7,3%, en þá voru að meðaltali 12.096 manns atvinnulausir. Í júlí mældist atvinnuleysi 7,5% og svarar þróunin milli mánaða til þess að atvinnulausum hafi fækkað um 473 manns að meðaltali.

Skráð atvinnuleysi í ágúst var 7,3%, en þá voru að meðaltali 12.096 manns atvinnulausir. Í júlí mældist atvinnuleysi 7,5% og svarar þróunin milli mánaða til þess að atvinnulausum hafi fækkað um 473 manns að meðaltali. Atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu er 8,3% en 5,5% á landbyggðinni. Mest er það á Suðurnesjum, 11%, en minnst á Norðurlandi vestra, 2,4%.

Vinnumálastofnun segir atvinnuástandið yfirleitt batna frá ágúst til september meðal annars vegna árstíðasveiflu. Í september 2009 var atvinnuleysi 7,2% og minnkaði úr 7,7% í júlí. Vinnumálastofnun áætlar að atvinnuleysið í september minnki og verði á bilinu 6,9%-7,3%.