Margir velta fyrir sér hvort ekki sé eðlilegra fyrir manneskjuna að hlaupa berfætt en í hlaupaskóm. Rannsóknir á þeim sem hlaupa berfættir hafa sýnt að þeir eru líklegri til að stíga niður á táberginu eða lenda með fótinn flatann, en þeir sem hlaupa í skóm stíga niður með hælunum, líklega vegna stuðningsins sem nútíma hlaupaskór bjóða upp á.
Yfir ákveðinn tíma, hjá ákveðnu fólki, getur þetta álag á hælinn leitt til vandamála, eins og tognunar á ökla, sinabólgu, slits á sin og jafnvel bakvandamála. Allt að 30% hlaupara eru sagðir upplifa meiðsli sem eru tengd hlaupastíl þeirra.
Að lenda á hælnum er sársaukafullt þegar hlaupið er berum fótum eða í þunnbotna skóm, það skapar mikið högg í hvert skipti sem stígið er niður. Því beina berfættir hlauparar tánum meira að lendingunni og forðast þar með þetta högg, hjá þeim er líka meiri samhæfing og fjöðrun í fótunum.