Rapparinn góðkunni Jay-Z , sem vakti athygli í fjármálaheiminum fyrir nokkrum árum fyrir að taka einhliða upp evru í myndbandi sínu, hefur lýst yfir áhuga á því að kaupa hlut í enska knattspyrnufélaginu Arsenal . Jay-Z segist, í samtali við Orange News, hafa haldið upp á félagið síðan Thierry Henry spilaði fyrir þess hönd. Hann segist munu láta til sín taka, verði af fjárfestingunni. „Við (Jay-Z og eiginkonan, sönggyðjan Beyoncé) myndum þurfa að dvelja mun meira í London. Bey veit um áhuga minn á íþróttum og hefur lengi verið kunnugt um áhuga minn á Arsenal,“ segir rapparinn .
„Ég hef almennt engan áhuga á að vera „aftursætis-fjárfestir“. Ég vil vera í stjórninni og taka þátt í ákvörðunum,“ bætir hann við. ivarpall@mbl.is